Færslur: 2009 Nóvember

29.11.2009 09:47

VetrarsnjórFyrsti vetrarsnjórinn fallinn.

Nú er fyrsti snjórinn fallinn þennan veturinn. Þá þarf að gefa sér tíma og fara fyrr út til skafa af bifreiðinni. Skafa verður vel af rúðum, speglum og ljósum. Gott útsýni út úr bifreiðinni er lykilatriði til að komast hjá óhöppum. Það er einnig gott að hreinsa dekkinn með því að úða á þau dekkjahreinsi því í þau sest drulla af götunum sem gerir þau hál sem minnkar gripið. 
En lykilatriðið er að gefa sér tíma og fara hægt yfir.

28.11.2009 20:06

Öryggi

Hversu öruggur er bíllinn þinn?

Á þessari vefsíðu má finna hvernig flestir bílar koma út úr árekstrarprófunum. En það skal haft í huga að bílarnir eru árekstrarprófaðir að hámarki á 70 km/klst hraða. Finndu út hvernig þinn bíll reyndist..

http://www.euroncap.com/home.aspx

28.11.2009 08:44

Réttindaflokkur B bifreiðin.

B-réttindi

 

 

Nám til B réttinda (Almennra ökuréttinda) námið má hefja við 16 ára aldur. Réttindin fást við 17 ára aldur.
Verkleg kennsla er 16 - 24 kennslutímar. Bóklegt nám skiptist í tvennt. Ö1 og Ö2 sem eru 12 kennslutímar hvor og er hvor hluti vanalega kenndur á þremur kvöldum. Áður en nemar sækja um æfingarleyfi þurfa þeir að taka hið minnsta 10 verklega tíma og Ö1 bóklega hlutann

Almenn ökuréttindi veita rétt til að stjórna:fólksbifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna og með sæti fyrir 8 farþega eða færri, auk ökumanns,
 sendibifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna,
fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd,
fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins,
* dráttarvél,
* vinnuvél,
* léttu bifhjóli og torfærutæki, s.s. vélsleða.

BE - eftirvagn, viðbótarnám.
Veitir rétt til að stjórna:

  • * samtengdum ökutækjum þar sem dráttartækið er í flokki B og leyfð heildarþyngd eftirvagns eða tengitækis er meiri en 750 kg.

25.11.2009 07:26

Ótitlað


Á ferðum mínum um bæinn hef ég verið að skoða uppsetningu umferðarmerkja. Það er ótrúlegt hversu mikið er um ranglega upp sett merki. Tökum sem dæmi þegar ekið er upp Vesturgötu, ofarlega kemur maður að merki sem gefur til kynna að komið sé inn í 30 km/klst hverfi en svo beygir maður inn í Norðurvellina 50 m seinna þá blasir við manni samskonar skilti. Hafnargatan er einnig illa merkt því þar er 30 km/klst gata en að norðanvörðu eru flestar hliðargötur 50 km/klst en nánast hvergi merki sem gefa til kynna að um 30 km/klst sé framundan. Þetta er ein fjölfarnasta gata Keflavíkur og því er aðkomufólki sem ekki þekkja til í lóga lagt að halda að um 50 km götu sé að ræða. Ranglega merktar umferðaræðar eru viða til á landinu.
Bæjastjórnir og bæjarverkstjórar endilega fáið einhverja sem hafa vit á þessum málum til liðs við ykkur þar sem ofmerking og ranglega merkt umferðarmannvirki geta verið dýr.

Endilega komið með dæmi í álit hér að neðan!!

22.11.2009 17:34

Barnabílstóll


Var á áhugaverðum fyrirlestri á föstudaginn. Þar kom fram hvernig ætti að festa niður barnabílstóla.Þegar barnabílstóll er festur niður með bílbeltinu þarf að ganga frá og belta stólinn eins og hann á að vera. Svo skal draga út allt beltið alveg þangað til þið heyrið smell og lata svo beltið rúlla inn aftur því þá festist beltið og gefur ekkert eftir. Setjið hnéð síðan í stólinn og þrýstið honum vel niður í sætið og fullvissið ykkur um að beltið sé vel læst. Ég hafði ekki hugmynd um þessa að ferð og hraus hugur yfir því að ég hafi verið eins og margir aðrir sem ferðuðumst með börnin í lausum stólum.
Hugum vel að öryggi baranna því það er á okkar ábyrgð að öryggi þeirra sé tryggt.

20.11.2009 08:14

Núll sýn FÍB

Var að hlusta á Reykjavík síðdegis þar sem fjallað var um núll sýn FÍB. Fjallar hún um engin dauðaslys yrðu árið 2012. Glæsilegt framtak og ekkert annað en gott um það að segja. En það sem kom mér til að hugsa var það að ég hef hlustað á marga flytja boðskapinn um bætta umferðarmenningu. Oftar en ekki þá hefur maður séð þessa sömu menn sem boða bætta umferðarmenningu aka á allt of miklum hraða með símann á eyranu og brotið margar aðrar greinar umferðarlaganna. Þannig að maður hefur hugsað þurfa menn sem gefa sig út fyrir að berjast fyrir bættri umferðarmenningu að huga fyrst að sínum akstri áður en þeir fara að kenna öðrum.
 Þannig að niðurstaðan er sú, sýnum gott fordæmi í umferðinni sjálf áður en við förum að predika yfir öðrum.

http://fib.is/?FID=2328

  • 1
Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 623018
Samtals gestir: 123975
Tölur uppfærðar: 19.9.2019 02:28:34

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar