17.12.2011 10:40

Eyðublöð

Ný umsóknareyðublöð um ökuskírteini hafa verið lögð fram í samræmi við nýja reglugerð um ökuskírteini. Umsóknarblöðin eru af tveimur gerðum. Annars vegar "umsókn um ökuskírteini" þar sem sótt er um fyrsta ökuskírteini eða bætt við nýjum flokki. Hins vegar "umsókn um endurnýjun, endurveitingu eða skipti á erlendu ökuskírteini". Þá er eldra eyðublað einnig í notkun en það er umsókn um samrit ökuskírteinis. Ákveðið hefur verið að hætta forprentun umsóknareyðublaða en þess í stað að hafa eyðublöðin aðgengileg á vef lögreglunnar (logreglan.is). Ökukennarar og ökuskólar eru hvattir til þess að benda umsækjendum um ökuskírteini að fara á vef lögreglunnar og fylla út umsóknarformið og prenta síðan út, undirrita og afhenda í afgreiðslu sýslumanns, skila mynd og undirrita kennispjald. Síðan fer umsókn sína leið eins og áður til Frumherja ef þörf er á próftöku.

Eyðublað fyrir umsókn um endurnýjun löggildinar ökukennara mun einnig verða aðgengilegt á lögregluvefnum.



Eyðublöð eru að finna á vefslóðinni:


http://www.logreglan.is/utgafur_tenglar.asp?cat_id=12
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 165594
Samtals gestir: 25539
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 10:52:41

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar