15.09.2011 11:02

Úr ársskýrslu RNU fyrir 2010




Bifhjólaslys

Rannsóknir hafa sýnt að í slysum þar sem bifreið er ekið í veg fyrir bifhjól má rekja örsök í meirihluta tilfella til þess að ökumaður bifreiðarinnar tók ekki eftir bifhjólinu eins og átti sér stað í þessu slysi3. Ástæður þess að ökumenn taka ekki eftir öðrum ökutækjum, sérstaklega bifhjólum, eru margvíslegar. Þó liggur fyrir að ökumenn virðast beina athygli sinni mest að því sem þeim stafar mest hætta af, þ.e. stórum ökutækjum4. Einnig er litur bifhjóla og fatnaðar bifhjólafólks oft og tíðum dökkur og ekki áberandi. Ökumaður bifhjólsins í þessu slysi var svartklæddur og hjólið svart og rautt. Rannsóknir benda til þess að bifhjólamenn geti aukið öryggi sitt um 35-40% sitt með því að klæðast flúrljómandi fatnaði5 (e. fluorescent clothing). Niðurstöður sömu rannsóknar benda einnig til þess að litur á hlífðarhjálmum skipti máli. Minni líkur séu þannig á að ekið sé í veg fyrir bifhjólamann sem ber hvítan hjálm en svartan. Rannsóknarnefnd umferðarslysa beinir því til bifhjólafólks að huga vel að sýnileika sínum.

Akstur bifhjóla krefst mun meiri aksturstækni en akstur bifreiða. Stefnu bifhjóla er að miklu leyti stjórnað með því að halla líkama og hjóli og ökumaður bifhjóls stjórnar yfirleitt bæði fram- og afturhemli. Fyrstu viðbrögð ökumanns við óvæntum og hættulegum aðstæðum, s.s. þegar ekið er í veg fyrir hann, skipta afar miklu máli. Hætta er á að ökumaður beiti afli á hemla og læsi þannig hjólum. Þegar hjól bifhjóls læsist þá missir ökumaðurinn stjórn á því og hjólið fellur í götuna. Mikilvægt er að bifhjólamenn æfi viðbrögð við óvæntum hættum í umferðinni reglulega.

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 166
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 165763
Samtals gestir: 25580
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 08:27:20

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar