11.08.2010 09:20

Ótitlað

36% ökumannanna undir áhrifum
Lögreglan á Selfossi fór í hálendiseftirlit í gærdag og fór meðal annars upp í Veiðivötn, þar sem margir eru við veiðar á þessum árstíma. Á veiðisvæðinu stöðvaði lögregla 44 ökumenn til að athuga ástand þeirra.

Af þessum 44 ökumönnum voru hvorki meira né minna en sextán búnir að neyta áfengis. Aðeins tveir þeirra höfðu þó drukkið svo mikið að svipta þurfti þá ökuleyfinu á staðnum. Hinum var öllum gert að hætta akstri og fengu þeir áminningu.

http://mbl.is/

Kæru samlandar, að aka ölvaður er langt frá því að vera samþykkjanlegt. Ölvaður einstaklingur er með öllu óhæfur til að aka farartæki. Þeir einstaklingar sem velja það að fara með ölvuðum ökumanni setja sjálfa sig í hættu. Verum óhrædd að tilkynna ölvunarakstur til lögreglunnar því það er samfélagsleg ábyrgð okkar að gera svo.

Flettingar í dag: 55
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 166
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 165752
Samtals gestir: 25573
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 05:58:06

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar