26.04.2010 21:56

Öryggis og vermdarbúnaður

XIII. KAFLI
Um notkun öryggis- og verndarbúnaðar.
74. gr.
Öryggisbelti og annar öryggis- og verndarbúnaður í bifreiðum.
    Hver sá sem situr í sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti skal nota beltið þegar bifreiðin er á ferð.
    Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum 150 sm á hæð eða lægra. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal nota öryggisbelti fyrir barnið.
    Barn sem er 150 sm á hæð eða lægra má ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið.
    Barn yngra en þriggja ára má ekki vera farþegi í fólks-, sendi- eða vörubifreið nema hún sé með viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði ætluðum börnum, sbr. 2. mgr.
    Eigi er skylt að nota öryggis- eða verndarbúnað þegar ekið er aftur á bak eða við akstur á bifreiðastæði eða við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða svipaðar aðstæður.
    Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað skv. 1.-4. mgr.
    Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um flokkun, gerð og notkun öryggis- og verndarbúnaðar fyrir ökumann og farþega ökutækis. Þar skal m.a. kveðið á um skyldu til að tilkynna farþegum um skyldubundna notkun öryggisbelta. Ráðherra setur þar jafnframt reglur um undanþágu frá skyldu til að nota slíkan búnað, m.a. við sérstakan akstur.

75. gr.
Öryggis- og verndarbúnaður á bifhjólum.
    Hver sá sem er á ferð á bifhjóli eða öðru vélknúnu ökutæki sem er opið og án verndarbúnaðar skal nota hlífðarhjálm ætlaðan til slíkra nota. Ökumaður ber ábyrgð á að farþegi noti hlífðarhjálm.
    Ökumaður og farþegi sem falla undir 1. mgr. skulu nota annan hlífðarfatnað og búnað við akstur eftir því sem við á.
    Eigi er skylt að nota hlífðarhjálm við akstur bifhjóls á bifreiðastæði eða við bensínstöð, viðgerðarverkstæði eða svipaðar aðstæður.
    Hver sá sem situr í sæti bifhjóls sem búið er öryggisbelti og veltigrind skal nota beltið þegar bifhjólið er á ferð.
    Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um flokkun, gerð og notkun hlífðarfatnaðar og annars hlífðarbúnaðar ökumanns og farþega bifhjóls og vélknúins ökutækis án verndarbúnaðar.
    Ráðherra getur sett ákvæði í reglugerð um undanþágu frá notkun hlífðarhjálms við sérstakar aðstæður.

76. gr.
Notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar o.fl.
    Barn yngra en 15 ára skal nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.
    Ákvæði 1. mgr. á ekki við þegar barn hefur fengið læknisvottorð sem undanþiggur það notkun hlífðarhjálms af heilsufars- eða læknisfræðilegum ástæðum.
    Lögregla og foreldrar skulu vekja athygli barna á skyldu skv. 1. mgr.
    Ráðherra er heimilt að setja ákvæði í reglugerð um notkun hlífðarhjálms við hjólreiðar, svo og ákvæði um endurskinsfatnað og annan útbúnað vegna öryggis vegfarenda í umferð til að gera þá sýnilega.     Hér hefði ég viljað sjá hjálmaskildu á reiðhjólum og endurskinsfatnaðinn á mótorhjólin.
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 125
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 628497
Samtals gestir: 124865
Tölur uppfærðar: 16.10.2019 10:10:33

Arney ökukennsla

Nafn:

Karl Einar Óskarsson

Farsími:

847-2514

Heimilisfang:

Heiðarhorn 3 Keflavík

Heimasími:

423-7873

Um:

Tek að mér ökukennslu í réttindaflokki B ( bifreið ). Kenni á Toyota Auris 2013

Tenglar